Af hverju að velja bjálkahús? Hér eru nokkrir kostir bjálkahúsa taldir upp:
1. Húsbyggingar með bjálkafyrirkomulagi hafa verið við lýði í yfir 2000 ár og er einn elsti byggingamáti sem fyrirfinnst í heiminum. Er því hægt að staðhæfa að þessi aðferð til húsbygginga hafi sannað gildi sitt.
2. Timbur er endurnýjanlegur efniviður og umhverfisvænn. Í dag er skógarhögg nær eingöngu stundað í endurnýjanlegum og sjálfbærum skógum. Komið hefur verið á formlegu vottunarkerfi þar um. Þú ert því ekki að ganga á óendurnýjanlega auðlind þegar þú ákveður að reisa þér hús sem er eingöngu úr timbri.
3. Timbur er 100% náttúrulegt efni. Bjálkahús eru nánast 100% úr timbri (fyrir utan gler og festingar) og er því loftið inni í slíkum húsum talið mjög ferskt, heilnæmt og gott.
4. Uppsetning hússins er fljótleg og einföld. Aðalbyggingin (veggir, gluggar og hurðir) er reist á 2-3 dögum. Við það bætist hefðbundin þakvinna og er hún um 1-2 dagar.
5.Við uppsetningu er ekki þörf á stórvirkum vinnuvélum, t.d. byggingakrana. Yfirleitt duga 3-4 menn við framkvæmdina.
6. Húsin eru flutt á byggingastað ósamsett og kostar því flutningur á því aðeins brot af því sem annars myndi kosta að flytja þau samsett. Bæði þarf flutningabíllinn ekki að búa yfir eins öflugum krana eins og þegar þarf þegar hús eru flutt í heilu lagi og ekki er þörf á lögreglufylgd.
7. Þegar búið er að reisa húsið er það nánast tilbúið að innan, eina sem þarf að gera er að bera á viðinn (þ.e. ef þú kýst annan lit en náttúrulegan viðarlit). Ef þú kemur ekki til með að einangra og klæða húsið er það einnig tilbúið að utanverðu undir viðarvörn.
8. Byggingastigin þurfa ekki öll að vera í einu. Kjósir þú að einangra húsið og klæða það síðar þá er það mjög einfalt. Í því felst lítið rask þar sem framkvæmdin við að klæða og einangra á sér stað að utanverðu. Þetta gerir þér einnig kleift að dreifa kostnaðarálagi framkvæmdarinnar yfir lengra tímabil.
9. Þegar um bjálkahús er að ræða, bæði einangruð og óeinangruð, er það óumdeilt hve mikla upplifun þau fela í sér. Felst það fyrst og fremst í þeim mikla viðarmassa sem húsið er gert úr og umlykur þá sem í þeim dvelja. Er þá bæði átt við augnayndi timbursins sjálfs ásamt ferskum viðarilmi sem það gefur frá sér. Það er einfaldlega upplifun að vera í bjálkahúsi.