Garðhús
Eyri
Nýtt og öflugt hús
Eyri er nýjasta húsið sem við bjóðum uppá, sérhannað af okkur til þess að gera það sem best fyrir okkar aðstæður hér á landi. Húsið er með einhalla þaki og með tvöfalda hurð á langhliðinni. Sérstyrkt með 8 teinum.
Um húsið:
Eyri er hugsað sem gott garðhús og/eða vinnuaðstaða eða bara þægilegt rými sem hægt er að nota til afslöppunar eða tómstunda, jafnvel sem skrifstofuaðstöðu. Húsið er ílangt og með hurðina á langhliðinni sem tekur vel á móti garðinum eða útsýninu. Hurðin er glerhurð með tvöföldu hertu gleri.
Húsið er 3m x 5m að stærð, samtals 15 fm.
Mesta hæð er 2,33m.
Húsið kemur með gólfi með léttri gólfgrind.
Húsið er gert úr 44mm bjálkum með tvöfaldri nót.
Sérstyrking:
Við förum nýjar leiðir í styrkingu í þessu húsi.
Stálteinar ganga í gegnum langhliðarnar á 8 stöðum (4 á framhlið og 4 á bakhlið).
Teinarnir ganga frá botni húss, upp eftir veggnum og í gegnum sperrurnar. Með þessari aðferð er búið að binda vel saman þak, veggi og gólfgrind.
Auðvelt er að bæta við gluggum og hurðum á húsið með því að saga úr bjálkum.
EKKI ÞARF AÐ SÆKJA UM BYGGINGALEYFI FYRIR ÞESSU HÚSI.
Allar lagnir eru leyfðar.
Möguleikar:
– Auka bjálkaröðum er hægt að bæta við þetta hús til þess að hækka það og gera það ennþá rýmra. Slíkt eykur enn frekar möguleikann á hilluplássi.