Undirstöður 1 – Steyptar stoðir

Þegar ákvörðun um að setja hús út í garð liggur fyrir þá þarf að huga að því hvernig undirstöður eiga að vera.  Hér fyrir neðan er klassískt dæmi í máli og myndum um hvernig á að gera steyptar undirstöður.  Þessi aðferð er einföld og gefur góðan styrk, hald og festu.

1. Byrjað er á því að smíða grind:

Grindin er vanalega smíðuð úr hefðbundnu timbri (eða gagnvörðu) í stærð 2 x 4 tommur eða 2 x 5 tommur (tværfjórar eða tværfimm eins og þeir segja í bransanum…)  Þegar grindin hefur verið smíðuð er hún tekin alveg hornrétt og svo er skrúfað í hana (eða neglt) skástífa svo hún haldist rétt (sjá spítuna sem liggur á ská yfir rammann).  Grindin er smíðuð eftir máli hússins og er teikning sem fylgir með í leiðbeiningum fyrir hvert hús

2. Því næst er staðurinn fundinn þar sem húsið skal standa, grindin lögð þar á eins og húsið á að vera og merkt fyrir hvar á að grafa holur.

Á myndinni hér fyrir ofan hefur verið merkt fyrir holum með litlum hellusteinum og áhugasamur húsbyggjandinn strax byrjaður að grafa!

Undir þetta hús var ákveðið að setja 10 undirstöður.  Fjórar þeirra (þær sem eru í hornunum) eru djúpar og íburðameiri, hinar eru meira sem auka stuðningur.

Dýptin á holunum fer svolítið eftir því hvernig jarðvegurinn er undir húsinu.  Ef það er eingöngu mold þá borgar sig að fara 70 cm niður til þess að fara niður fyrir frost.  Í þessu tilfelli var jarðvegurinn leir og möl og því var ákveðið að fara 60 cm niður.

 Þegar holurnar eru klárar þarf að koma hólkum fyrir ofan í þeim.  Hér eru sett steypurör ofan í hornholurnar.  Einnig er hægt að nota hólka úr plasti, blikki eða pappa.  Ef holurnar eru vel mótaðar er jafnvel hægt að sleppa því að setja hólka.

 Hér er rörið mælt…

 … og svo er það sniðið til með því að lemja það til þar til það hrekkur í sundur

Næst eru hólkarnir settir ofan í holurnar og gagnvarin staur settur þar ofan í

Þegar öllum hornhólkunum hefur verið komið fyrir og staurunum þar ofan í er ágætt að leggja grindina aftur ofan á og athuga hvort hólkarnir og staurarnir séu ekki allir örugglega skv. upprunalegu máli og á réttum stað.

Því næst er farið í að grafa hinar 6 holurnar sem eru meira stuðningsholur og ekki eins djúpar í þessu tilfelli. (ef jarðvegurinn er eingöngu mold er best að hafa holurnar allar eins og 70 cm djúpar)

 Hér eru svo allar holurnar klárar og grindin komin á sinn stað

Næst er grindin tekin í hæð og henni tillt með einni skrúfu í öllum hornum

Næst eru staurar settir ofan í allar hinar holurnar og þeir merktir í rétta hæð fyrir sögun

Svo er sagað…

Því næst eru söguðu staurarnir settir aftur ofan í holurnar og skrúfaðir fastir með tveimur skrúfum hver.

Þegar hér er komið við sögu líta undirstöðurnar svona út:

Svo eru hornstaurarnir (sem voru tilltir með einni skrúfu) losaðir og sagaðir í rétta lengd eins og hinir staurarnir.  Grindin helst í réttri hæð þar sem allir hinir staurarnir hafa verið skrúfaðir fastir.  Að lokum eru svo hornstaurarnir skrúfaðir fastir.

Nú er því grindin tilbúin fyrir steypu.  Þá er bara að sækja sér sand, sement og hrærivél…

Svo er steypu hellt ofan í hólkana og/eða holurnar

 Gott er að pjakka aðeins með steypunni svo það verði örugglega ekki neitt tómarúm á milli

 Nú er steypuvinnan búin og ekkert að gera annað en að bíða eftri að hún taki sig.

Þegar steypan hefur harðnað er kjörið að bera á grindina fúavörn og þá er hún tilbúin!

 

Svo þarf að sjálfsögðu að fagna áfangasigri…

Svo var byrjað að reisa húsið… ekki lengi gert þegar undirstöðurnar eru komnar

 

 

 Kíktu svo endilega á hina útfærsluna af undirstöðum í Dæmi 2 – Járnstaurar

 

Húsið á myndinni heitir Cyprus 1D og upplýsingar um það má finna hér